Afhending á vörum

Okkar aðallager er staðsettur í Akralind 2 og er opinn alla virka daga 11 – 18

AFHENDING / HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

VARA SÓTT

Smávörur sem pantaðar eru í vefverslun er hægt að sækja í verslun okkar í Bæjarlind 16. Öllu jafna eru pantanir tilbúnar 3 – 4 klukkustundum eftir að þær berast.

Miðast við opnunartíma verslunar 11 – 18 virka daga og 11 – 16 laugardaga.

Húsgögn og stærri vörur er hægt að sækja á lager okkar í Akralind 2 eða Akralind 9. Fáðu upplýsingar í verslun, símanúmer 553 7100 eða í gegnum netfangið [email protected] hvor lagerinn á við um þína pöntun. Lagerinn er opinn virka daga 11 – 18

HEIMSENDINGAR

Heimsending á smávörum er innifalin með Dropp ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Heimsendingargjald pantana undir 15.000 með Dropp er 1.350 kr. Sendingar berast viðtakanda næsta virka dag. Viðtakandi fær tilkynningar með sms um framvindu sendingarinnar.

Heimsendingar með Póstinum 
Heimsending er innifalin á smávörum með Póstinum ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Sendingargjald vegna pantana undir 15.000 kr. er samkvæmt verðskrá Póstsins, sjá hér . Pantanir eru póstlagðar næsta virka dag.  Afhendingartími tekur á bilinu 1-3 daga. Í flestum tilvikum afhendir Pósturinn daginn eftir að hann móttekur sendingar frá okkur.

Heimsending á húsgögnum og stærri vörum. Heimakstur er ekki innifalinn í vöruverði. Við sjáum að sjálfsögðu um að útvega sendibíl sé þess óskað. Kaupandi greiðir sendibílsstjóranum fyrir þjónustuna. Ef skemmdir verða á vörunni eftir að hún er tekin út úr bílnum, er það á ábyrgð viðtakanda þar sem bílstjórinn er aðeins til aðstoðar og trygging bílsins nær ekki yfir slíkt tjón.


 

AFHENDING / LANDSBYGGÐIN

VARA SÓTT

Smávörur sem pantaðar eru í vefverslun er hægt að sækja í verlsun okkar í Bæjarlind 16. Öllu jafna eru pantanir tilbúnar 3 – 4 klukkustundum eftir að þær berast.

Miðast við opnunartíma verslunar 11 – 18 virka daga.

Sending með Dropp er innifalin ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Annaðhvort á afhendingarstað eða heimsent þar sem það er í boði. Heimsendingarþjónusta er í boði á eftirtöldum stöðum; Akranes, Eyrarbakki, Hella, Hveragerði, Hvolsvöllur, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær og Þorlákshöfn.

Sendingar eiga að berast viðtakanda á einum til tveimur dögum.

Viðtakandi fær tilkynningar með sms um framvindu sendingarinnar.

Sendingargjald á afhendingarstað vegna pantana undir 15.000 kr. er 900 kr. Listi yfir afhendingarstaði Dropp má nálgast hér. 

Heimsendingarþjónusta Dropp er í boði á eftirtöldum stöðum á pökkum sem eru allt að 10 kg. Akranes, Eyrarbakki, Hella, Hveragerði, Hvolsvöllur, Selfoss, Stokkseyri, Reykjanesbær og Þorlákshöfn kr. 1.450

Heimsendingar með Póstinum utan höfuðborgarsvæðisins:
Heimsending er innifalin á smávörum með Póstinum ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Sendingargjald vegna pantana undir 15.000 kr. er samkvæmt verðskrá Póstsins, sjá hér . Pantanir eru póstlagðar næsta virka dag.  Afhendingartími fer eftir landsvæðum og tekur á bilinu 1-3 daga. Í flestum tilvikum afhendir Pósturinn daginn eftir að hann móttekur sendingar frá okkur.

Húsgögn og stærri vörur er hægt að sækja á lager okkar í Akralind 2 eða Akralind 9. Fáðu upplýsingar í verslun, símanúmer 553 7100 eða í gegnum netfangið [email protected] hvor lagerinn á við um þína pöntun. Lagerinn er opinn virka daga 11 – 18

Sendingar á landsbyggðina. Við sendum vörur tvisvar í viku með Landflutningum eða Flytjanda. Kaupandi greiðir flutningskostnað frá vöruhúsi flutningsaðila samkvæmt gjaldskrá þeirra.