Almennt
Línan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Verð
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða innsláttarvillu.

Afhending smávöru
Sé vara ekki til á lager mun sölufulltrúi hafa samband við fyrsta mögulega tækifæri.

Höfuðboragarsvæðið:
Heimsending á smávörum er innifalin með Dropp ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Heimsendingargjald vegna pantana undir 15.000 kr. er 1.350 kr.

Val um afhendingartíma  með Dropp:
– Milli kl. 10 og 16 næsta virka dag.
– Milli kl. 18 og 22 á virkum dögum – afhending samdægurs ef pantað er fyrir kl. 11, annars næsta virka dag á sama tíma. 

Sendingar á afhendingarstaði Dropp:
Afhending á smávörum er innifalin á höfuðborgarsvæðinu ef verslað er fyrir kr. 15.000  eða meira.  Sendingargjald á afhendingarstað vegna pantana undir kr. 15.000  er kr. 750.
Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 11 á virkum dögum eru tilbúnar til afhendingar sama dag frá kl. 17, annars næsta virka dag. Lista yfir afhendingarstaði Dropp má nálgast hér. 

Utan höfuðborgarsvæðisins:
Afhending á smávörum er innifalin utan höfuðborgarsvæðisins á afhendingarstaði Dropp ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.
Sendingargjald á afhendingarstað vegna pantana undir 15.000 kr. er 900 kr. Lista yfir afhendingarstaði Dropp má nálgast hér. 

Heimsendingar með Póstinum utan höfuðborgarsvæðisins:
Heimsending er innifalin á smávörum með Póstinum ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Sendingargjald vegna pantana undir 15.000 kr. er samkvæmt verðskrá Póstsins sjá hér . Pantanir eru póstlagðar næsta virka dag.  Afhendingartími fer eftir landsvæðum og tekur á bilinu 1-3 daga. Í flestum tilvikum afhendir Pósturinn daginn eftir að hann móttekur vörurnar frá okkur.

Afhending húsgagna og stærri vöru af lager
Húsgögn og stærri vörur eru afgreiddar af lager okkar í Akralind 2 eða Akralind 9. Hafið samband við verslun til að fá upplýsingar um hvor lagerinn á við um þína pöntun. Heimakstur er ekki innifalinn í vöruverði. Við sjáum að sjálfsögðu um að útvega sendibíl sé þess óskað. Kaupandi greiðir sendibílsstjóranum fyrir þjónustuna.

Afhending húsgagna og stærri vöru utan höfuðborgarsvæðisins:
Við sendum vörur tvisvar í viku á Landflutninga eða Flytjanda kaupanda að kostnaðarlausu. Kaupandi greiðir flutningskostnað frá vöruhúsi Landflutninga eða Flytjanda.


Greiðslur
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Valitor eða Netgíró.


Skila- og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Frestur byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Framvísa skal kvittun fyrir vörukaupunum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.


Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Línan gæti notað þessar upplýsingar til að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina sinna. Ekki undir neinum kringumstæðum verður þessum upplýsingum miðlað til þriðja aðila.


Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Línunar ehf, verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.

Línan ehf
Bæjarlind 14 – 16
201 Kópavogur

Sími: 553 7100
Kt. 430779-0289
VSK númer: 56540

0

Start typing and press Enter to search