fbpx

Um okkur

SAGAN

Línan var stofnuð í nóvember 1976 og var staðsett í Hamraborg í Kópavogi.  Á fyrstu árum verslunarinnar var vöruúrvalið mjög fjölbreytt og samanstóð af húsgögnum, gjafavöru, hljómplötum og fatnaði. Línan kom með nýjungar inn á húsgagnamarkaðinn og var brautryðjandi í innflutningi á reyrhúsgögnum sem slógu rækilega í gegn. Í áranna rás þróaðist verslunin og tók að einbeita sér að húsgögnum fyrir allt heimilið. Eftir 10 ár í Kópavoginum flutti Línan á Suðurlandsbraut, þar sem verslunin var til húsa allt til ársins 2007,  þegar hún flutti aftur heim í Kópavoginn og er nú staðsett í Bæjarlind 16. Línan er fjölskyldurekið fyrirtæki og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi.

Í DAG

Við leggjum áherslu á falleg húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið þar sem skandinavískur stíll er hafður í fyrirrúmi. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu. Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar.

Um okkur
Um okkur