ALMENNT
Línan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
VERÐ
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða innsláttarvillu.
GREIÐSLUR
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Straum greiðslumiðlun, Netgíró eða Pei.
EIGNARÉTTUR
Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eingarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.
SÉRPANTANIR
Kaupandi greiðir 30% – 50% staðfestingargjald við pöntun. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt eftir að pöntun er komin í ferli. Ef sérpöntun er ekki sótt eftir ítrekaðar tilkynningar, áskilur Línan sér rétt til þess að halda eftir staðfestingargjaldinu upp í útlagðan kostnað. Sérpöntunum er ekki hægt að skila.
AFHENDING / HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
VARA SÓTT
Smávörur sem pantaðar eru í vefverslun er hægt að sækja í verslun okkar í Bæjarlind 16. Öllu jafna eru pantanir tilbúnar 3 – 4 klukkustundum eftir að þær berast. Miðast við opnunartíma verslunar 11 – 18 virka daga / 11 – 15 laugardaga.
Tilkynning mun berast með tölvupósti þegar pöntunin er tilbúin.
Húsgögn og stærri vörur er hægt að sækja á lager okkar í Akralind 2 eða Akralind 9. Hafðu samband við verslun í síma 553 7100 eða sendu tölvupóst á netfangið [email protected] til að fá upplýsingar um hvor lagerinn á við um þína pöntun.
Lagerinn er opinn virka daga 11 – 17
Sækja í PÓSTBOX / PAKKAPORT
– Afending í Póstbox er innifalin á smávörum ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira.
– Sendingargjald er kr. 950 fyrir pantanir undir kr. 15.000
– Almennur afgreiðslutími pantana í Póstbox/Pakkaport er 1-2 virkir dagar.
– SMS og tölvupóstur er sendur þegar pakkinn er kominn í Póstbox/Pakkaport með QR kóða.
– Hámarksstærð pakka er 41 x 38 x 64 cm
– Ef póstboxið er fullt fer sendingin á næsta pósthús.
– Kaupandi hefur 3 daga til að sækja pakkann. Eftir það er pakkinn sendur í pósthús.
– Smelltu hér til að sjá Póstbox og staðsetningu þeirra
SENDINGAR
Heimsending á smávörum
– Heimsending er innifalin á smávörum ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira með póstinum.
– Sendingargjald er kr. 1.450 fyrir pantanir undir kr. 15.000
– Almennur afgreiðslutími pantana er 1-2 virkir dagar.
– SMS er sent á kaupanda þegar pöntunin er að fara í útkeyrslu.
– Útkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu er virka daga milli. Kl. 17 – 22 / laugardaga 10 – 14
– Hámarksstærð pakka er 41 x 38 x 64 cm.
Heimsending á húsgögnum og stærri vörum. Heimakstur er ekki innifalinn í vöruverði. Við sjáum að sjálfsögðu um að útvega sendibíl sé þess óskað. Kaupandi greiðir sendibílsstjóranum fyrir þjónustuna. Ef skemmdir verða á vörunni eftir að hún er tekin út úr bílnum, er það á ábyrgð viðtakanda þar sem bílstjórinn er aðeins til aðstoðar og trygging bílsins nær ekki yfir slíkt tjón.
AFHENDING / LANDSBYGGÐIN
VARA SÓTT
Smávörur sem pantaðar eru í vefverslun er hægt að sækja í verslun okkar í Bæjarlind 16. Öllu jafna eru pantanir tilbúnar 3 – 4 klukkustundum eftir að þær berast. Miðast við opnunartíma verslunar 11 – 18 virka daga / 11 – 15 laugardaga.
Húsgögn og stærri vörur er hægt að sækja á lager okkar í Akralind 2 eða Akralind 9. Hafðu samband við verslun í síma 553 7100 eða sendu tölvupóst á netfangið [email protected] til að fá upplýsingar um hvor lagerinn á við um þína pöntun.
Lagerinn er opinn virka daga 11 – 17
Tilkynning mun berast með tölvupósti þegar pöntunin er tilbúin.
Sækja í PÓSTBOX / PAKKAPORT
– Afending í Póstbox/Pakkabox er innifalin á smávörum ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira.
– Sendingargjald er kr. 950 fyrir pantanir undir kr. 15.000
– Almennur afgreiðslutími pantana í Póstbox/Pakkaport er 1-2 virkir dagar.
– SMS og tölvupóstur er sendur þegar pakkinn er kominn í Póstbox/Pakkaport með QR kóða.
– Hámarksstærð pakka er 41 x 38 x 64 cm
– Ef póstboxið er fullt fer sendingin á næsta pósthús.
– Kaupandi hefur 3 daga til að sækja pakkann. Eftir það er pakkinn sendur í pósthús.
– Smelltu hér til að sjá Póstbox og staðsetningu þeirra
Sækja í PÓSTHÚS
– Afending í Pósthús er innifalin á smávörum ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira.
– Sendingargjald er kr. 950 fyrir pantanir undir kr. 15.000
– Almennur afgreiðslutími pantana í Pósthús er 1-2 virkir dagar.
– SMS er sent á kaupanda þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.
– Ath. Sendingartími í dreifbýli gæti tekið lengri tíma.
– Hámarksstærð pakka er 41 x 38 x 64 cm
SENDINGAR
Heimsending á smávörum
– Heimsending er innifalin á smávörum ef verslað er fyrir kr. 15.000 eða meira með Póstinum.
– Gildir aðeins þar sem heimsendingar eru í boði með Póstinum.
– Sendingargjald er kr. 1.450 fyrir pantanir undir kr. 15.000
Sendingar á húgögnum og stærri vörum á landsbyggðina er ekki innifalin í vöurverði. Við sendum vörur tvisvar í viku með Samskip eða Eimskip. Kaupandi greiðir flutningskostnað frá vöruhúsi flutningsaðila samkvæmt gjaldskrá þeirra.
SKILA- OG SKIPTIRÉTTUR
Verslun / Skila- og skiptiréttur er 14 dagar.
Reikningur eða kvittun er skilyrði fyrir vöruskilum.
Varan þarf að vera ónotuð í upprunalegum umbúðum og óskemmd.
Endurgreiðsla er í formi innneignarnótu. Flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.
Ekki er hægt að skila:
– Útsöluvörum
– Sérpöntuðum vörum
– Ljósaperum
– Gardínum sem hafa verið teknar úr umbúðunum
– Vörum sem hafa verið settar saman af kaupanda eða settar saman að ósk kaupanda
Vefverslun / Skila- og endurgreiðsluréttur
Samkvæmt lögum hafa viðskiptavinir rétt til þess að skila vörum sem keyptar eru í vefverslun og fá þær að fullu endurgreiddar. Skila þarf vörum innan 14 daga frá kaupum. Varan þarf að vera ónotuð í upprunalegum umbúðum og óskemmd. Sendingarkostnaður greiðist af kaupanda. Kaupandi er sá sem skráður er sem slíkur á reikningi.
GÖLLUÐ VARA
Ef vara reynist gölluð eða eitthvað vantar í vöruna skal tilkynna það eins fljótt og auðið er, símleiðis í símanúmer 553 7100 eða á netfangið [email protected] Eðlilegur tímarammi telst vera allt að 30 dagar frá móttöku vörunnar. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála innan eðlilegra tímamarka.
Við skriflega tilkynningu skal taka fram reikningsnúmer fyrir kaupunum eða kennitölu kaupanda. Senda skal mynd af gallanum ásamt mynd af vörunni í heild sinni og mynd af framleiðslunúmerinu sem er staðsett undir vörunni sé það til staðar.
ÁBYRGÐ
Öll húsgögn eru með tveggja ára ábyrgð til einstaklinga frá kaupdegi.
– Ábyrgð til fyrirtækja er eitt ár frá kaupdegi.
– Vörureikningur/kvittun fyrir kaupum gildir sem ábyrgðarskírteini.
– Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem kaupir vöruna af Línunni. Ábyrgðin flyst ekki á milli eigenda.
– Línan metur vöruna og ákveður hvort ábyrgðin gildi í hverju tilfelli fyrir sig og hvort varan sé löguð eða skipt út fyrir sömu eða sambærilega vöru.
– Ábyrgð nær ekki yfir;
– – Vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði og eru keyptar í því ástandi sem þær eru.
– – Eðlilegt slit eða skemmda vegna rangrar eða slæmrar meðferðar
– – Vörur sem hafa verið settar saman á rangan hátt
– – Vörur sem ekki hafa verið viðhaldið samkvæmt leiðbeiningum
– – Hnökur á efni
– – Svampur sem gefur eftir með tímanum
Leiðbeiningar um umhirðu og viðhald fylgja með vörunni. Það er á ábyrgð kaupanda að kynna sér og fylgja þeim leiðbeiningum. Gætið þess að henda leiðbeiningunum ekki með umbúðunum.
Lög um neytendakaup er að finna hér
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Línan gæti notað þessar upplýsingar til að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina sinna. Ekki undir neinum kringumstæðum verður þessum upplýsingum miðlað til þriðja aðila.
LÖG OG VARNARÞING
Skilmála þessa ber að túlka í samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Línunnar ehf, verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.
Línan ehf
Bæjarlind 14 – 16
201 Kópavogur
Sími: 553 7100
Kt. 430779-0289
VSK númer: 56540
VERSLUN
Mánudaga til föstudaga 11 – 18
Laugardaga 11 – 15
LAGER
Mánudaga – föstudaga 11 – 16
Lokað á almennum frídögum og stórhátíðardögum
Línan | Kt. 430779-0289 | Vsk númer 56540